Aldasöngur og önnur stórvirki Jóns Nordals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2016 10:45 Siguður ásamt þremur nemendum í tónlistardeild Listaháskólans. Vísir/Anton Brink Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira