Fjármáláætlun stjórnvalda eykur á ójöfnuð að mati fyrrverandi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 19:00 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira