Enski boltinn

Pochettino gagnrýnir Hodgson fyrir að láta Kane taka hornspyrnur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, gagnrýndi á dögunum Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, og talaði þá sérstaklega um að það væri ekki sniðugt að láta Harry Kane, framherja Tottenham, taka hornspyrnur.

Harry Kane tók þó nokkrar hornspyrnur fyrir enska liðið á EM í Frakklandi í sumar en Englendingar féllu úr leik gegn Íslendingum í 16-liða úrslitum mótsins.

Kane var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og segir Pochettino að hann eigi alltaf að vera inni í teig þegar hætta er á ferð.

„Nei, nei, nei. Ég vil ekki gagnrýna aðra stjóra mikið en Harry er markaskorari í hæsta gæðaflokki, af hverju ættir þú að láta hann taka hornspyrnur?,“ sagði Pochettino.

„Hann þarf að vera inni í teig, ekki fyrir utan hann. Það er allavega mín skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×