Enski boltinn

Hull fékk ekki leyfi til þess að ræða við Coleman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coleman á blaðamannafundi á EM.
Coleman á blaðamannafundi á EM. vísir/getty
Hull City er í stjóraleit þessa dagana þar sem Steve Bruce er horfinn úr stjórastólnum.

Hull vildi fá velska landsliðsþjálfarann, Chris Coleman, til þess að leysa Bruce af hólmi. Bruce hætti eftir að hafa lent upp á kant við stjórnendur félagsins.

Coleman fór með velska liðið í undanúrslit á EM og er eðlilega eftirsóttur eftir að hafa náð frábærum árangri með Walesverja.

Hull bað velska knattspyrnusambandið um leyfi til þess að ræða við Coleman en þeirri beiðni var hafnað. Coleman er samningsbundinn og Wales vill eðlilega ekki missa hann.

Roberto Martinez, fyrrum stjóri Everton, og Bob Bradley, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hafa einnig verið orðaðir við stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×