Engar uppfinningar, bara innleiðing! Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jæja! Nú eru góðir 6 mánuðir liðnir síðan fjöldi leiðtoga heimsins skrifaði undir Lofts- lagssamkomulagið í París. Umhverfisráðherra Íslands var þar á meðal. Við undirritunina skuldbatt ríkisstjórn Íslands sig til að vinna að því að ná markmiðum samkomulagsins. Fyrstu aðgerðir hennar eru þegar farnar að líta dagsins ljós en nýlega var auglýst verkefnið „rafbílar – átak í innviðum“ þar sem veitt verður styrkjum að upphæð allt að 201 milljón á næstu 3 árum. Styrkirnir geta hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnisins þannig að vonandi sjáum við yfir 400 milljóna króna uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á næstu 3 árum. Fleiri en ríkið hafa skuldbundið sig. 103 fyrirtæki skrifuðu undir svokallaða loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar. Stofnanir ríkisins, þessi 103 fyrirtæki og vonandi miklu fleiri, eru væntanlega þegar búin eða munu á næstunni setja fram og kynna markmið sín og aðgerðir. Mörg félaganna á lista FESTA eru með starfsemi á Akureyri og ríkið rekur fjölmargar stofnanir á Akureyri, eins og skóla, heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina og lögregluna. Öll þessi félög og stofnanir eru mikilvægir þátttakendur í markmiðum Akureyrarbæjar um að verða kolefnishlutlaust bæjarfélag á næstu árum. Á undanförnum árum hefur bærinn farið í fjölmörg verkefni sem færa hann nær markmiði sínu, svo sem frítt í strætó og framleiðslu á moltu og metani. En hver ættu að vera næstu skref hjá bæjarfélaginu? Eigum við að feta í fótspor t.d. San Francisco, sem hefur bannað frauðplastsumbúðir, eða Noregs og Hollands, sem stefna á að frá og með árinu 2025 verði bannað að flytja þangað inn bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. Margir fleiri eru með alvöru aðgerðir í gangi, t.d. stefnir bandaríski sjóherinn á að búið verði að skipta 50% af notkun hans á jarðefnaeldsneyti út fyrir aðra orkugjafa árið 2020. Margar borgir í Evrópu ætla sér að banna alla bílaumferð í miðbæjum sínum. Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, steig þetta skref fyrir nokkrum árum og hefur það gjörbreytt borginni og lífinu í miðbænum, sérstaklega hvað varðar hávaða og loftmengun. Borgin var m.a. vegna þessa valin „Green Capital 2016“. Sumir eru líka löngu búnir að gera eitthvað, eins og smábærinn Modbury á Englandi sem bannaði notkun á plastpokum fyrir 10 árum síðan.Allir taki þátt Eins og okkur hefur tekist vel til hingað til, með mikilli þátttöku íbúa í flokkun á lífrænu sorpi og stóraukinni notkun á strætó, þá gildir það sama nú að allir þurfa að koma með og taka þátt. Sérstaklega þurfa fyrirtækin og aðilar eins og matvöruverslanir, matvælaframleiðendur, veitingahús, rútufyrirtæki, bílaleigur, hótel o.fl. að setja sér skýr markmið og skilgreina aðgerðir ef þetta á að verða að veruleika. Hvað ætla þau að gera fyrir árið 2020 og hvað fyrir 2025 og 2030? Það þarf engar dýrar og flóknar aðgerðir enda er nú þegar búið að fjárfesta í framleiðslueiningunum (Moltu, Orkey, Metan) og innviðunum (hleðslustöðvar, endurvinnslustöðvar, græna trektin, græna karfan). Þetta er allt komið upp, nú er bara einföld og ódýr innleiðing eftir:kaupa rafmagns- og/eða metanbíla (þegar bílar eru endurnýjaðir)bjóða starfsmönnum upp á samgöngustyrk eða aðgang að rafmagnshjóliflokka allt lífrænt sorp og skila í moltuhirða alla notaða matarolíu og fitu og skila í Orkeyflokka allan úrgang eins og plast, pappa og málmakolefnisjafna flugferðir með skógræktGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Jæja! Nú eru góðir 6 mánuðir liðnir síðan fjöldi leiðtoga heimsins skrifaði undir Lofts- lagssamkomulagið í París. Umhverfisráðherra Íslands var þar á meðal. Við undirritunina skuldbatt ríkisstjórn Íslands sig til að vinna að því að ná markmiðum samkomulagsins. Fyrstu aðgerðir hennar eru þegar farnar að líta dagsins ljós en nýlega var auglýst verkefnið „rafbílar – átak í innviðum“ þar sem veitt verður styrkjum að upphæð allt að 201 milljón á næstu 3 árum. Styrkirnir geta hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnisins þannig að vonandi sjáum við yfir 400 milljóna króna uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á næstu 3 árum. Fleiri en ríkið hafa skuldbundið sig. 103 fyrirtæki skrifuðu undir svokallaða loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar. Stofnanir ríkisins, þessi 103 fyrirtæki og vonandi miklu fleiri, eru væntanlega þegar búin eða munu á næstunni setja fram og kynna markmið sín og aðgerðir. Mörg félaganna á lista FESTA eru með starfsemi á Akureyri og ríkið rekur fjölmargar stofnanir á Akureyri, eins og skóla, heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina og lögregluna. Öll þessi félög og stofnanir eru mikilvægir þátttakendur í markmiðum Akureyrarbæjar um að verða kolefnishlutlaust bæjarfélag á næstu árum. Á undanförnum árum hefur bærinn farið í fjölmörg verkefni sem færa hann nær markmiði sínu, svo sem frítt í strætó og framleiðslu á moltu og metani. En hver ættu að vera næstu skref hjá bæjarfélaginu? Eigum við að feta í fótspor t.d. San Francisco, sem hefur bannað frauðplastsumbúðir, eða Noregs og Hollands, sem stefna á að frá og með árinu 2025 verði bannað að flytja þangað inn bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. Margir fleiri eru með alvöru aðgerðir í gangi, t.d. stefnir bandaríski sjóherinn á að búið verði að skipta 50% af notkun hans á jarðefnaeldsneyti út fyrir aðra orkugjafa árið 2020. Margar borgir í Evrópu ætla sér að banna alla bílaumferð í miðbæjum sínum. Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, steig þetta skref fyrir nokkrum árum og hefur það gjörbreytt borginni og lífinu í miðbænum, sérstaklega hvað varðar hávaða og loftmengun. Borgin var m.a. vegna þessa valin „Green Capital 2016“. Sumir eru líka löngu búnir að gera eitthvað, eins og smábærinn Modbury á Englandi sem bannaði notkun á plastpokum fyrir 10 árum síðan.Allir taki þátt Eins og okkur hefur tekist vel til hingað til, með mikilli þátttöku íbúa í flokkun á lífrænu sorpi og stóraukinni notkun á strætó, þá gildir það sama nú að allir þurfa að koma með og taka þátt. Sérstaklega þurfa fyrirtækin og aðilar eins og matvöruverslanir, matvælaframleiðendur, veitingahús, rútufyrirtæki, bílaleigur, hótel o.fl. að setja sér skýr markmið og skilgreina aðgerðir ef þetta á að verða að veruleika. Hvað ætla þau að gera fyrir árið 2020 og hvað fyrir 2025 og 2030? Það þarf engar dýrar og flóknar aðgerðir enda er nú þegar búið að fjárfesta í framleiðslueiningunum (Moltu, Orkey, Metan) og innviðunum (hleðslustöðvar, endurvinnslustöðvar, græna trektin, græna karfan). Þetta er allt komið upp, nú er bara einföld og ódýr innleiðing eftir:kaupa rafmagns- og/eða metanbíla (þegar bílar eru endurnýjaðir)bjóða starfsmönnum upp á samgöngustyrk eða aðgang að rafmagnshjóliflokka allt lífrænt sorp og skila í moltuhirða alla notaða matarolíu og fitu og skila í Orkeyflokka allan úrgang eins og plast, pappa og málmakolefnisjafna flugferðir með skógræktGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun