Vald félagsráðgjafans Haukur Hauksson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun