Skoðun

Skamm, Ísland!

Jonas Tryggvason og Natalía Tryggvason skrifar
Ísbirna álpast út á ísjaka og berst á haf út. Þegar ísjakinn svo bráðnar undan Birnu, þá syndir hún dauðasund og finnur loks land á Íslandi. Þreytt, lúin, svöng og veðruð skríður hún á land … til þess eins að mæta þar ríkisráðinni skyttu sem skýtur hana í hjartastað. Þetta er í fimmta sinn á síðustu árum.

Þetta fallegasta dýr norðurhjarans er nálægt útrýmingarhættu, aðeins rúmlega 20 þúsund dýr eru eftir í heiminum. En það er ekki nóg fyrir Íslendingana. Þeir tala um umhverfið og kenna öðrum þjóðum um mengun og spillingu náttúrunnar. En hvar eru svo gjörðirnar? 

Natalía Tryggvason
Umhverfisráðherra fyrri stjórnar setti reglur um að ísbirnirr skyldu felldir ef þeir gengju á land, af því það væri of kostnaðarsamt að bjarga þeim.

Þú hrokafulla þjóð sem gerir út á náttúruna, notar svo kalt fjárhagsmat, sem telur að það sé of dýrt að bjarga dýri í útrýmingarhættu. Hvað varð um mannúð, umhverfisverndarsjónarmið, virðingu fyrir náttúrunni?

Vonandi vaknar okkar þjóð og finnur lausn til að bjarga næsta ísbirni og þeim sem eiga eftir að koma.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Skoðun

Skoðun

Á­kall um kjark

Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Sjá meira


×