Fótbolti

Bauza tekur við argentínska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Edgardo Bauza.
Edgardo Bauza. vísir/getty
Argentínska knattspyrnusambandið er búið að finna arftaka Gerardo Martino með landslið þjóðarinnar.

Hinn 58 ára gamli Edgardo Bauza hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari í stað Martino sem hætti eftir Copa America.

Bauza hefur verið þjálfari Sao Paolo en lætur nú af störfum þar. Hann spilaði þrjá landsleiki á sínum tíma og hefur verið að þjálfa síðan 1998.

Hans fyrsta verkefni verður væntanlega að sannfæra Lionel Messi um að halda áfram í landsliðinu.

Marcelo Bielsa var lengi sterklega orðaður við starfið og nöfn Diego Simeone og Mauricio Pochettino voru einnig á lofti þó svo takmarkaðar líkur voru á því að þeir tækju við landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×