Enski boltinn

Sane kominn til City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sane í leik á EM í sumar.
Sane í leik á EM í sumar. vísir/getty
Man. City fékk liðsstyrk í morgun er félagið keypti þýska miðjumanninn Leroy Sane.

Þessi tvítugi drengur var ekki ókeypis en City greiddi 37 milljónir punda fyrir hann eða 5,8 milljarða króna.

Sane skrifaði undir fimm ára samning við Manchester-liðið en hann kemur til félagsins frá Schalke.

Hann skoraði átta mörk í 33 leikjum í þýsku deildinni síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×