Kostnaðargreining velferðarþjónustu er forgangsverkefni og lykilhugtak Pétur Magnússon skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun