Varnarmúrinn skal halda í lokaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 06:00 Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir og Hallbera Gísladóttir mynda fimm manna teymið sem engu liði í 1. riðli undankeppni EM 2017 hefur enn þá tekist að skora hjá. vísir/Eyþór Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira