Þau Eva Baldursdóttir og Össur Skarphéðinsson leyfðu áhorfendum að skyggnast á bakvið tjöldin í baráttunni en föstudagurinn þeirra einkenndist af Kjallaraborgunum, fjölmiðlaáreiti og grunlausum Kringlurottum.
Ævintýri Samfylkingarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Á næstu dögum og vikum munu fulltrúar annarra flokka sjá um snappið og til þess að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur þarf einfaldlega að bæta við stod2frettir á Snapchat. Þá getur fólk einnig bætt reikningunum við með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula merkinu hér að neðan.
