Haldi áfram að endurspegla kraftinn í myndlistinni Magnús Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2016 11:00 Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður hefur fengist við fjölbreytta listsköpun. Vísir/Ernir Nýverið var Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður ráðin deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sigrún Inga á að baki forvitnilegan feril í myndlistinni og var m.a. á meðal stofnenda Gjörningaklúbbsins árið 1996 en verk klúbbsins hafa á liðnum árum farið víða um veröldina og eru í eigu fjölmargra opinberra- sem og einkasafna erlendis. Það er sérstakt við feril Sigrúnar Ingu að eftir að hafa unnið með ýmsa miðla, aðallega teikningu, vídeó og innsetningar þá hefur hún í seinni tíð snúið sér meira að málverki. Það má því kannski segja að út frá miðlunum sé hún sem listakona að ferðast aftur í tímann en hún hlær nú að því við tilhugsunina. „Ég útskrifaðist reyndar úr grafíkdeild þannig að ég byrjaði í frekar hefðbundinni menntun og lærði allar mögulegar útfærslur á steinþrykki og ætingum og öllu því. En síðasta árið mitt í Mynd og hand þá sótti ég alltaf meira og meira í fjöltæknideildina og þá var Gjörningaklúbburinn stofnaður. Þá uppgötvaði ég hvað það er mikil orka í samvinnunni og hvað hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig þegar maður er í virku samtali. Samstarfið okkar í klúbbnum byrjaði í gjörningum og við komum úr ólíkum deildum. Fljótlega þróaðist þetta þannig að við fórum að vinna verk sem voru svona meira efnislegt út frá performansinum og fórum að búa til búninga og svo framvegis. Skapa heildarpakka sem leiddi af sér afurðir eins og skúlptúra, video, ljósmyndir og svo framvegis. Það hefur einhvern veginn verið þannig hjá okkur að hugmyndin kallar á útfærsluna og stýrir þannig miðlinum hverju sinni.“Málverkið mitt En nú er Sigrún Inga komin í málverkið og það hljóta að vera ákveðin viðbrigði. „Ég er alls ekki að vinna eingöngu með málverkið en þó að nokkru leyti. Ég er að vinna fígúratíft málverk þar sem ég er að mála myndir af því sem er nálægt mér hverju sinni; systkinum mínum, heimspekingum sem ég er að lesa og börnunum og svo framvegis. Það er svo mikil hugsun fólgin í því að nálgast hlutina með þessum hætti. Maður einhvern veginn tekur tilveruna öðruvísi inn þegar maður setur hana í gegnum þessa myllu sem felst í því að búa til teikningu eða málverk af því sem maður er að hugsa um hverju sinni. Annars gerðum við í Gjörningaklúbbnum reyndar tilraunir með að gera málverk saman en það reyndist þrautin þyngri og ekki mjög flæðandi samstarf þar,“ segir Sigrún Inga og hlær við tilhugsunina.Félagsvera og einfari Sigrún Inga segir að það verði vissulega nokkur viðbrigði að starfa í stöðugu umhverfi Listaháskólans sem er vissulega ólíkt þeirri óvissu sem myndlistarmenn búi flestir við frá degi til dags. „Ég tek við rosalega góðri deild þar sem er virk og mikil starfsemi og ég hef verið stundakennari og þekki vel það góða fólk sem þarna starfar. En auðvitað hefur það verið þannig í þessi tuttugu ár sem ég hef verið að vinna í myndlistinni að þá hefur maður nú ekki alltaf vitað hvað gerist næst og óvissan hefur oft verið mikil. Þannig að það er líka skemmtilegt að prófa að vinna í svona stöðugu umhverfi.“ Sigrún Inga segir að það hafi líka alltaf haft mikil áhrif á sig sem listamann að vera einnig í kennslunni. „Mér finnst ég alltaf græða miklu meira á kennslunni en nemendurnir. Ég hef því alltaf sótt mikið í kennsluna og hef eiginlega á hverju ári kennt að minnsta kosti eitt námskeið því það er einhver orka þarna sem ég sæki í. En þó svo að ég sé eflaust félagsvera þá er ég líka mikill einfari í mér og finnst ekkert leiðinlegt að vera bara með mér.“Kraftur í myndlistinni Sigrún Inga segir að vissulega eigi hún eftir að gera einhverjar áherslubreytingar á deildinni þó ekki sé tímabært að upplýsa um slíkt. „Það eru líka prófessoraskipti á döfinni þar sem sumir eru búnir með sín tímabil og þá kemur að því að maður muni ráða nýja aðila inn í deildina og það verður mikil og skemmtileg áskorun. Ég er á því að það sé mikilvægt að þetta róteri aðeins og ég vil að þarna séu listamenn í fremstu röð. Fólk á ekkert að vera að stoppa þarna of lengi því það þarf líka að hafa tíma til þess að sinna sinni list. Ég sé fyrir mér að deildin eigi að halda áfram að endurspegla það kraftmikla myndlistarlíf sem er í landinu, þó svo það sjáist nú ekki í fjölmiðlum. Það eru frábærir kennarar við skólann og á hverju ári koma spennandi gestafyrirlesarar og allt þetta góða fólk kemur úr þessu kraftmikla listalífi sem er að finna í landinu. Þannig vil ég að það verði áfram.“ Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýverið var Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður ráðin deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Sigrún Inga á að baki forvitnilegan feril í myndlistinni og var m.a. á meðal stofnenda Gjörningaklúbbsins árið 1996 en verk klúbbsins hafa á liðnum árum farið víða um veröldina og eru í eigu fjölmargra opinberra- sem og einkasafna erlendis. Það er sérstakt við feril Sigrúnar Ingu að eftir að hafa unnið með ýmsa miðla, aðallega teikningu, vídeó og innsetningar þá hefur hún í seinni tíð snúið sér meira að málverki. Það má því kannski segja að út frá miðlunum sé hún sem listakona að ferðast aftur í tímann en hún hlær nú að því við tilhugsunina. „Ég útskrifaðist reyndar úr grafíkdeild þannig að ég byrjaði í frekar hefðbundinni menntun og lærði allar mögulegar útfærslur á steinþrykki og ætingum og öllu því. En síðasta árið mitt í Mynd og hand þá sótti ég alltaf meira og meira í fjöltæknideildina og þá var Gjörningaklúbburinn stofnaður. Þá uppgötvaði ég hvað það er mikil orka í samvinnunni og hvað hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig þegar maður er í virku samtali. Samstarfið okkar í klúbbnum byrjaði í gjörningum og við komum úr ólíkum deildum. Fljótlega þróaðist þetta þannig að við fórum að vinna verk sem voru svona meira efnislegt út frá performansinum og fórum að búa til búninga og svo framvegis. Skapa heildarpakka sem leiddi af sér afurðir eins og skúlptúra, video, ljósmyndir og svo framvegis. Það hefur einhvern veginn verið þannig hjá okkur að hugmyndin kallar á útfærsluna og stýrir þannig miðlinum hverju sinni.“Málverkið mitt En nú er Sigrún Inga komin í málverkið og það hljóta að vera ákveðin viðbrigði. „Ég er alls ekki að vinna eingöngu með málverkið en þó að nokkru leyti. Ég er að vinna fígúratíft málverk þar sem ég er að mála myndir af því sem er nálægt mér hverju sinni; systkinum mínum, heimspekingum sem ég er að lesa og börnunum og svo framvegis. Það er svo mikil hugsun fólgin í því að nálgast hlutina með þessum hætti. Maður einhvern veginn tekur tilveruna öðruvísi inn þegar maður setur hana í gegnum þessa myllu sem felst í því að búa til teikningu eða málverk af því sem maður er að hugsa um hverju sinni. Annars gerðum við í Gjörningaklúbbnum reyndar tilraunir með að gera málverk saman en það reyndist þrautin þyngri og ekki mjög flæðandi samstarf þar,“ segir Sigrún Inga og hlær við tilhugsunina.Félagsvera og einfari Sigrún Inga segir að það verði vissulega nokkur viðbrigði að starfa í stöðugu umhverfi Listaháskólans sem er vissulega ólíkt þeirri óvissu sem myndlistarmenn búi flestir við frá degi til dags. „Ég tek við rosalega góðri deild þar sem er virk og mikil starfsemi og ég hef verið stundakennari og þekki vel það góða fólk sem þarna starfar. En auðvitað hefur það verið þannig í þessi tuttugu ár sem ég hef verið að vinna í myndlistinni að þá hefur maður nú ekki alltaf vitað hvað gerist næst og óvissan hefur oft verið mikil. Þannig að það er líka skemmtilegt að prófa að vinna í svona stöðugu umhverfi.“ Sigrún Inga segir að það hafi líka alltaf haft mikil áhrif á sig sem listamann að vera einnig í kennslunni. „Mér finnst ég alltaf græða miklu meira á kennslunni en nemendurnir. Ég hef því alltaf sótt mikið í kennsluna og hef eiginlega á hverju ári kennt að minnsta kosti eitt námskeið því það er einhver orka þarna sem ég sæki í. En þó svo að ég sé eflaust félagsvera þá er ég líka mikill einfari í mér og finnst ekkert leiðinlegt að vera bara með mér.“Kraftur í myndlistinni Sigrún Inga segir að vissulega eigi hún eftir að gera einhverjar áherslubreytingar á deildinni þó ekki sé tímabært að upplýsa um slíkt. „Það eru líka prófessoraskipti á döfinni þar sem sumir eru búnir með sín tímabil og þá kemur að því að maður muni ráða nýja aðila inn í deildina og það verður mikil og skemmtileg áskorun. Ég er á því að það sé mikilvægt að þetta róteri aðeins og ég vil að þarna séu listamenn í fremstu röð. Fólk á ekkert að vera að stoppa þarna of lengi því það þarf líka að hafa tíma til þess að sinna sinni list. Ég sé fyrir mér að deildin eigi að halda áfram að endurspegla það kraftmikla myndlistarlíf sem er í landinu, þó svo það sjáist nú ekki í fjölmiðlum. Það eru frábærir kennarar við skólann og á hverju ári koma spennandi gestafyrirlesarar og allt þetta góða fólk kemur úr þessu kraftmikla listalífi sem er að finna í landinu. Þannig vil ég að það verði áfram.“
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira