Stal Arsenal vitlausum njósnara af Leicester City? | Svo segir Lineker Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2016 10:00 Gary Lineker með kylfingnum Justin Rose. Vísir/Getty Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. Guardian segir frá þessu. Lineker er stuðningsmaður Leicester City sem var hans æskufélag. Hann er þó frægari fyrir framgöngu sína hjá Everton, Barcelona og Tottenham. Ben Wrigglesworth tilkynnti það á samfélagsmiðlum í þessari viku að hann væri á förum til Arsenal eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá Leicester City. Steve Walsh, aðstoðarstjóri Leicester City, var einnig orðaður við starf hjá Arsenal. Hann er sá maður sem Gary Lineker telur að eigi mesta hrósið skilið fyrir að finna marga lítt þekkta leikmenn sem hafa síðan slegið í gegn hjá Leicester City og skilað liðinu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég elska það að Arsenal stal vitlausum njósnara. Christian Fuchs, N’Golo Kanté, Riyad Mahrez og Jamie Vardy. Það var Steve Walsh sem fann þessa leikmenn og fékk þá til Leicester City," sagði Gary Lineker. Hann er vel inni í hlutunum hjá sínu uppeldisfélagi og er því ekki að tala um hluti sem hann þekkir ekki. „Ég veit að þegar hann fann Riyad Mahrez þá var hann kominn til að horfa á annan leikmann en kom með nafn Riyad Mahrez til baka. Hann hefur skilað frábæru starfi og það hefur verið lykilatriði í velgengni Leicester. Eins og hjá öllum félögum þá snýst þetta um þá leikmenn sem þú færð inn í félagið. Leicester hefur náð í öfluga leikmenn þrátt fyrir að hafa úr litlum peningi að spila miðað við risana," sagði Lineker. „Leicester hefur náð þessum árangri af því að liðið er með góða leikmenn. Þeir hafa yndislegan liðsanda og mikla hæfileika til að sækja hratt. Það er merkileg staðreynd að þeim hefur tekist að finna alla þessa leikmenn á sama tíma og mörgum öðrum félögum hefur gengið mun verr. Þetta er síðan engin tilviljun því þeir hafa núna spilað svona í eitt ár," sagði Lineker. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. Guardian segir frá þessu. Lineker er stuðningsmaður Leicester City sem var hans æskufélag. Hann er þó frægari fyrir framgöngu sína hjá Everton, Barcelona og Tottenham. Ben Wrigglesworth tilkynnti það á samfélagsmiðlum í þessari viku að hann væri á förum til Arsenal eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá Leicester City. Steve Walsh, aðstoðarstjóri Leicester City, var einnig orðaður við starf hjá Arsenal. Hann er sá maður sem Gary Lineker telur að eigi mesta hrósið skilið fyrir að finna marga lítt þekkta leikmenn sem hafa síðan slegið í gegn hjá Leicester City og skilað liðinu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég elska það að Arsenal stal vitlausum njósnara. Christian Fuchs, N’Golo Kanté, Riyad Mahrez og Jamie Vardy. Það var Steve Walsh sem fann þessa leikmenn og fékk þá til Leicester City," sagði Gary Lineker. Hann er vel inni í hlutunum hjá sínu uppeldisfélagi og er því ekki að tala um hluti sem hann þekkir ekki. „Ég veit að þegar hann fann Riyad Mahrez þá var hann kominn til að horfa á annan leikmann en kom með nafn Riyad Mahrez til baka. Hann hefur skilað frábæru starfi og það hefur verið lykilatriði í velgengni Leicester. Eins og hjá öllum félögum þá snýst þetta um þá leikmenn sem þú færð inn í félagið. Leicester hefur náð í öfluga leikmenn þrátt fyrir að hafa úr litlum peningi að spila miðað við risana," sagði Lineker. „Leicester hefur náð þessum árangri af því að liðið er með góða leikmenn. Þeir hafa yndislegan liðsanda og mikla hæfileika til að sækja hratt. Það er merkileg staðreynd að þeim hefur tekist að finna alla þessa leikmenn á sama tíma og mörgum öðrum félögum hefur gengið mun verr. Þetta er síðan engin tilviljun því þeir hafa núna spilað svona í eitt ár," sagði Lineker.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira