Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Lét það rætast sem hún röflaði um í borgarstjórn

Sindri Sindrason skrifar
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hafa skrifað niður það sem hún röflaði alltaf um í borgarstjórn þegar hún hætti afskiptum af stjórnmálum.

Skortur á talmeinafræðingum var eitt af þeim fyrstu málum sem Þorbjörg tókst á við í borgarstjórn og hefur verið viðvarandi vandamál.

Biðlistar hafa undanfarin ár verið langir fyrir bæði börn og fullorðna sem bíða eftir aðstoð af þessu tagi.

Nú rekur hún þjónustu fyrir börn sem þurfa á aðstoð talmeinafræðinga að halda – í gegnum netið. Þorbjörg Helga stofnaði Tröppu ehf, sem sérhæfir sig í að hanna og þróa nám og námskeið fyrir fólk og fyrirtæki.

Meira um talmeinafræðinga á netinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×