Spurt og svarað um Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 15:34 Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Vísir/AFP Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo síðustu daga. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur nú náð tökum á nær öllum hverfum borgarinnar eftir að hafa átt í stríði við uppreisnarmenn í borginni um margra ára skeið.Norska ríkisfjölmiðillinn NRK hefur tekið saman svör við fjórum spurningum um ástandið í Aleppo.1. Af hverju er Aleppo svona mikilvæg? Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Átökin um borgina hófust árið 2012 þegar uppreisnarhópar reyndu að þrýsta sveitum stjórnarhersins út úr borginni. Aleppo var þá nokkurn veginn skipt í tvennt þar sem uppreisnarhópar réðu yfir austurhlutanum en stjórnarherinn vesturhlutanum. Sýrlandsher hóf svo stórsókn gegn uppreisnarmönnum í borginni í síðasta mánuði. Haft er eftir Cecilie Hellestveit, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda, að nú standi yfir síðustu dagarnir í baráttunni um Aleppo. Stríðið hafi staðið í fjögur ár og virðist annar deiluaðilinn nú ætla að hafa betur. Bandamenn Sýrlandsstjórnar, stjórnvöld í Íran og Rússlandi, eiga mikið undir hvernig stríðinu í Sýrlandi fram vindur. Það sem eigi sér nú stað í Aleppo sé liður í umfangsmeiri valdabaráttu sem eigi sér stað í og í kringum Aleppo.Vísir/AFP2. Þýðir þetta að stríðinu í Sýrlandi fari að ljúka? Baráttan um Aleppo telst sem mikilvægur áfangi í framvindu borgarastríðsins í Sýrlandi sem hefur nú staðið í tæp sex ár. Vinni Assad sigur í Aleppo stjórnar hann fimm stærstu borgum landsins. Samer Abboud, professor í alþjóðastjórnmálum við Arcadia háskólann í Bandaríkjunum, segir í samtali við Al Jazeera að margir telji „endurheimt“ Aleppo marka endalok stríðsins. Aðrir vilja meina að þetta kunni að vera upphafið að endinum.Sjá einnig:Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Þó að stjórnarherinn nái Aleppo alfarið á sitt vald þá ráða uppreisnarhópar enn yfir stórum svæðum í Idlib, Raqqa og Hama og geta haldið baráttu sinni gegn Sýrlandsstjórn áfram. Þá náðu hryðjuverkasamtökin ISIS nýverið fornaldarborginni Palmyra aftur á sitt vald. Abboud segir að endurheimt Aleppo marki ekki endalok stríðsins. Til að tryggja megi varanlegan frið í landinu þurfi stjórnarherinn að ná stjórn á landinu öllu, og koma á friðarsamningi milli stríðandi fylkinga.Vísir/AFP3. Hvað með fólkið? Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að rúmlega 314 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu frá árinu 2011. 90 þúsund þeirra eiga að hafa verið óbreyttir borgarar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en helmingur íbúa landsins hafi neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir manna eru nú á flótta. Umsátursástand hefur ríkt í austurhluta Aleppo í lengri tíma þar sem íbúar hafa þurft að þola matar- og vatnsskort og vöntun á heilbrigðisþjónustu. Hjálparsamtök hafa átt í vandræðum með að starfa í borgarhlutanum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að enn séu um 50 þúsund manns enn fastir í austurhluta Aleppo og neyðin er mikil. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óbreyttra borgara hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum á síðustu dögum. Þannig segja samtökin Amnesty augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo.Vísir/AFP4. Af hverju braust stríðið út? Friðsöm mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta blossuðu upp í Sýrlandi í mars 2011. Stjórnarherinn var sendur á vettvang til að taka á mótmælunum, sem héldu áfram að breiðast um landið. Til vopnaðra átaka kom sem þróaðist svo út í borgarstríð. Eftir að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011 slapp Aleppo að mestu við þau fjölmennu mótmæli og þær mannskæðu árásir sem einkenndu ástandið í öðrum borgum og bæjum landsins. Þetta breyttist í júlí 2012 þegar uppreisnarhópar létu til skarar skríða og sóttu hart að hersveitum stjórnarhersins og náðu stjórn á stórum hluta í norðurhluta Sýrlands. Í stríðinu hefur Assad og stjórnarher hans barist gegn ólíkum uppreisnarhópum, bæði trúarlegum og hópum ótengdum trúarbrögðum. Í norðurhluta landsins ráða Kúrdar yfir stórum landsvæðum. Samfara þessu hafa íslamskir ofsatrúarmenn valið Sýrland sem vettvang heilags stríðs síns. Þannig hafa hryðjuverkasamtökin ISIS og Jabhat Fatah al-Sham, sem áður gekk undir nafninu Nusra Front, átt í stríði við sveitir Assad og aðra hópa. Til að flækja málin enn frekar hefur Assad notið stuðnings Írana og Rússa, en Bandaríkjaher hefur séð uppreisnarhópum fyrir vopnum í baráttu sinni. Ljóst er að þrátt fyrir að fréttir af því að stjórnarherinn ráði nú aftur yfir Aleppo þá er óöldinni í Sýrlandi á engan hátt lokið. Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástandið sem ríkir í sýrlensku stórborginni Aleppo síðustu daga. Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur nú náð tökum á nær öllum hverfum borgarinnar eftir að hafa átt í stríði við uppreisnarmenn í borginni um margra ára skeið.Norska ríkisfjölmiðillinn NRK hefur tekið saman svör við fjórum spurningum um ástandið í Aleppo.1. Af hverju er Aleppo svona mikilvæg? Aleppo var stærsta borg Sýrlands með um 2,3 milljónir íbúa og fjármálamiðstöð landsins. Átökin um borgina hófust árið 2012 þegar uppreisnarhópar reyndu að þrýsta sveitum stjórnarhersins út úr borginni. Aleppo var þá nokkurn veginn skipt í tvennt þar sem uppreisnarhópar réðu yfir austurhlutanum en stjórnarherinn vesturhlutanum. Sýrlandsher hóf svo stórsókn gegn uppreisnarmönnum í borginni í síðasta mánuði. Haft er eftir Cecilie Hellestveit, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda, að nú standi yfir síðustu dagarnir í baráttunni um Aleppo. Stríðið hafi staðið í fjögur ár og virðist annar deiluaðilinn nú ætla að hafa betur. Bandamenn Sýrlandsstjórnar, stjórnvöld í Íran og Rússlandi, eiga mikið undir hvernig stríðinu í Sýrlandi fram vindur. Það sem eigi sér nú stað í Aleppo sé liður í umfangsmeiri valdabaráttu sem eigi sér stað í og í kringum Aleppo.Vísir/AFP2. Þýðir þetta að stríðinu í Sýrlandi fari að ljúka? Baráttan um Aleppo telst sem mikilvægur áfangi í framvindu borgarastríðsins í Sýrlandi sem hefur nú staðið í tæp sex ár. Vinni Assad sigur í Aleppo stjórnar hann fimm stærstu borgum landsins. Samer Abboud, professor í alþjóðastjórnmálum við Arcadia háskólann í Bandaríkjunum, segir í samtali við Al Jazeera að margir telji „endurheimt“ Aleppo marka endalok stríðsins. Aðrir vilja meina að þetta kunni að vera upphafið að endinum.Sjá einnig:Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Þó að stjórnarherinn nái Aleppo alfarið á sitt vald þá ráða uppreisnarhópar enn yfir stórum svæðum í Idlib, Raqqa og Hama og geta haldið baráttu sinni gegn Sýrlandsstjórn áfram. Þá náðu hryðjuverkasamtökin ISIS nýverið fornaldarborginni Palmyra aftur á sitt vald. Abboud segir að endurheimt Aleppo marki ekki endalok stríðsins. Til að tryggja megi varanlegan frið í landinu þurfi stjórnarherinn að ná stjórn á landinu öllu, og koma á friðarsamningi milli stríðandi fylkinga.Vísir/AFP3. Hvað með fólkið? Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að rúmlega 314 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu frá árinu 2011. 90 þúsund þeirra eiga að hafa verið óbreyttir borgarar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en helmingur íbúa landsins hafi neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir manna eru nú á flótta. Umsátursástand hefur ríkt í austurhluta Aleppo í lengri tíma þar sem íbúar hafa þurft að þola matar- og vatnsskort og vöntun á heilbrigðisþjónustu. Hjálparsamtök hafa átt í vandræðum með að starfa í borgarhlutanum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að enn séu um 50 þúsund manns enn fastir í austurhluta Aleppo og neyðin er mikil. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að fjöldi óbreyttra borgara hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga af sýrlenska hernum á síðustu dögum. Þannig segja samtökin Amnesty augljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir í Aleppo.Vísir/AFP4. Af hverju braust stríðið út? Friðsöm mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta blossuðu upp í Sýrlandi í mars 2011. Stjórnarherinn var sendur á vettvang til að taka á mótmælunum, sem héldu áfram að breiðast um landið. Til vopnaðra átaka kom sem þróaðist svo út í borgarstríð. Eftir að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011 slapp Aleppo að mestu við þau fjölmennu mótmæli og þær mannskæðu árásir sem einkenndu ástandið í öðrum borgum og bæjum landsins. Þetta breyttist í júlí 2012 þegar uppreisnarhópar létu til skarar skríða og sóttu hart að hersveitum stjórnarhersins og náðu stjórn á stórum hluta í norðurhluta Sýrlands. Í stríðinu hefur Assad og stjórnarher hans barist gegn ólíkum uppreisnarhópum, bæði trúarlegum og hópum ótengdum trúarbrögðum. Í norðurhluta landsins ráða Kúrdar yfir stórum landsvæðum. Samfara þessu hafa íslamskir ofsatrúarmenn valið Sýrland sem vettvang heilags stríðs síns. Þannig hafa hryðjuverkasamtökin ISIS og Jabhat Fatah al-Sham, sem áður gekk undir nafninu Nusra Front, átt í stríði við sveitir Assad og aðra hópa. Til að flækja málin enn frekar hefur Assad notið stuðnings Írana og Rússa, en Bandaríkjaher hefur séð uppreisnarhópum fyrir vopnum í baráttu sinni. Ljóst er að þrátt fyrir að fréttir af því að stjórnarherinn ráði nú aftur yfir Aleppo þá er óöldinni í Sýrlandi á engan hátt lokið.
Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09