Innlent

Réð sér vart af kæti: Vann fyrst 50 þúsund og svo tíu milljónir á sama kvöldinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton/Valgarður
Stálheppinn miðaeigandi hlaut tvo vinninga á sama númer í síðasta útdrætti Happdrætti Háskóla Íslands. Fyrst vann kona á miðjum aldri símtal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði unnið 50 þúsund krónur á trompmiða í aðalútdrætti kvöldsins. Samkvæmt tilkynningu var konan mjög glöð vegna símtalsins.

Hins vegar réð hún sér vart af kæti þegar henni var tilkynnt seinna um kvöldið að hún hefði einnig unnið tíu milljónir króna á sama miðanúmer í milljónaveltunni. Hún sagði að vinningurinn væri kærkominn þar sem hart hefði verið í ári.

Þá vann einn heppinn miðaeigandi á Norðurlandi 25 milljónir króna.

Sjá einnig: Fengu 137 milljónir í jólagjafir

Happdrætti Háskólans hefur nú greitt út til vinningshafa rúmlega 1,3 milljarða króna í vinninga á árinu 2016. Þar að auki mun Háskóli Íslands fá 780 milljóna króna framlag frá Happdrættinu í ár sem notað verður í áframhaldandi uppbyggingu á húsnæði Háskóla Íslands. Happdrættið hefur staðið að byggingu 22 húsa fyrir Háskóla Íslands til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×