Alicia Keys með íslenska slæðu Elín Albertsdóttir skrifar 15. desember 2016 10:00 Ingibjörg Gréta Gísladóttir framleiðir fallegar silkislæður með mynstrum frá íslenskum listamönnum. MYND/VILHELM Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona fer ekki troðnar slóðir í lífinu. Hún ákvað að snúa baki við leiklistinni og hefja framleiðslu á silkislæðum. Meðal þeirra sem skarta slæðum eru Alicia Keys og Kardashian-systur. Ingibjörg Gréta framleiðir ekki eingöngu slæður undir merkinu Saga Kakala því hún rekur viðburðafyrirtækið rigga.is og elskar að koma fyrirtækjum, verkefnum og viðburðum á flug, eins og hún orðar það. Ingibjörg Gréta fór í viðskiptafræði eftir leiklistarnám, hélt síðan áfram námi og sérhæfði sig í nýsköpun og frumkvöðlafræði. Hún starfaði í Hugmyndahúsi háskólanna um tíma en þar tengdu HR og Listaháskóli Íslands hönnun, vísindi og viðskipti saman. „Upp úr þessu starfi spratt áhugi minn á listsköpun og viðskiptum. Ég framleiði silkislæður, rek fyrirtækið rigga.is og er með netverslunina Reykjavik Runway,“ segir Ingibjörg þegar hún lýsir því hvernig áhuginn kviknaði á hönnun og markaðssetningu. „Ég nálgast öll verkefni með „Design Thinking“ að leiðarljósi og ósk mín er að nýta þekkingu mína og sérsvið fyrir íslenska hönnuði á erlendum markaði,“ bætir hún við.Nú er undirbúningi jólaviðburða lokið hjá Ingibjörgu þótt hún fylgi verkefnum allt til loka og undirbúningur verkefna næsta árs hafinn. Hún er með stóra viðburði í janúar, leikritið Andaðu, sem sett verður upp í Iðnó og ráðstefnu á Markþjálfunardeginum. Ingibjörg fær listamenn til að hanna munstur silkislæðanna og vinnur náið með þeim. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Ég var í samvinnu við Helgu Björnsson fatahönnuð og fór upp frá því að vinna með slæður. Núna hef ég gert þrjár línur með mismunandi hönnuðum. Ætli þetta sé ekki mín listræna útrás,“ segir Ingibjörg. „Að vera í hugmyndaflæði með listamönnum í hönnunarvinnunni gefur mér óskaplega mikið. Ferlið er svo skemmtilegt,“ segir hún. „Í nýjustu línunni, sem nefnist Gyðjur, er það Katrín Ólína Pétursdóttir sem hannaði mynstrið. Ég er einstaklega heppin og þakklát þessum hönnuðum fyrir að hafa trú á mér.“Ingibjörg Gréta hefur verið að markaðssetja Saga Kakala slæðurnar í Bandaríkjunum og hefur fengið afar góð viðbrögð, þar á meðal frá söngkonunni Aliciu Keys sem hefur skartað þeim meðal annars í þættinum The Voice. „Þegar ég setti „veiðarfærin“ fyrst út í Bandaríkjunum fékk ég hringingu frá miklum reynslubolta í tískuheiminum sem óskaði eftir samstarfi við mig. Það var stórt tækifæri fyrir mig og lærdómur að þurfa að setjast niður og hugsa hvernig ég vildi markaðssetja vöruna. Ég valdi Alicu Keys úr hópi áhrifavalda og bauð henni slæður enda er hún ótrúlega flottur listamaður. Alicia varð mjög hrifin og það var mér hvatning. Hún hefur sett myndir af Saga Kakala slæðum á Snapchat og Instagram. Alicia er baráttukona sem eftir er tekið og það er mikils virði að fá hana til að bera slæðurnar,“ segir Ingibjörg. „Þótt ég sé að markaðssetja vöruna í Bandaríkjunum legg ég ekkert síður mikla rækt við heimamarkað. Það koma einungis fimmtán slæður á íslenska markaðinn með eins mynstri þannig að hver slæða er einstök,“ segir Ingibjörg Gréta. Hún ætlar ekki að láta staðar numið því núna er hún að þróa og hanna silkikjóla, með íslenskum fatahönnuði, og töskur. „Ég reikna með að sýna nýjar vörur á Hönnunarmars 2017. Við eigum mikla fjársjóði í íslenskum hönnuðum. Við leggjum mikla áherslu á gæði og að hver kona sem ber Saga Kakala slæðu sé með eitthvað alveg spes.“ Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona fer ekki troðnar slóðir í lífinu. Hún ákvað að snúa baki við leiklistinni og hefja framleiðslu á silkislæðum. Meðal þeirra sem skarta slæðum eru Alicia Keys og Kardashian-systur. Ingibjörg Gréta framleiðir ekki eingöngu slæður undir merkinu Saga Kakala því hún rekur viðburðafyrirtækið rigga.is og elskar að koma fyrirtækjum, verkefnum og viðburðum á flug, eins og hún orðar það. Ingibjörg Gréta fór í viðskiptafræði eftir leiklistarnám, hélt síðan áfram námi og sérhæfði sig í nýsköpun og frumkvöðlafræði. Hún starfaði í Hugmyndahúsi háskólanna um tíma en þar tengdu HR og Listaháskóli Íslands hönnun, vísindi og viðskipti saman. „Upp úr þessu starfi spratt áhugi minn á listsköpun og viðskiptum. Ég framleiði silkislæður, rek fyrirtækið rigga.is og er með netverslunina Reykjavik Runway,“ segir Ingibjörg þegar hún lýsir því hvernig áhuginn kviknaði á hönnun og markaðssetningu. „Ég nálgast öll verkefni með „Design Thinking“ að leiðarljósi og ósk mín er að nýta þekkingu mína og sérsvið fyrir íslenska hönnuði á erlendum markaði,“ bætir hún við.Nú er undirbúningi jólaviðburða lokið hjá Ingibjörgu þótt hún fylgi verkefnum allt til loka og undirbúningur verkefna næsta árs hafinn. Hún er með stóra viðburði í janúar, leikritið Andaðu, sem sett verður upp í Iðnó og ráðstefnu á Markþjálfunardeginum. Ingibjörg fær listamenn til að hanna munstur silkislæðanna og vinnur náið með þeim. „Þetta byrjaði allt fyrir fjórum árum. Ég var í samvinnu við Helgu Björnsson fatahönnuð og fór upp frá því að vinna með slæður. Núna hef ég gert þrjár línur með mismunandi hönnuðum. Ætli þetta sé ekki mín listræna útrás,“ segir Ingibjörg. „Að vera í hugmyndaflæði með listamönnum í hönnunarvinnunni gefur mér óskaplega mikið. Ferlið er svo skemmtilegt,“ segir hún. „Í nýjustu línunni, sem nefnist Gyðjur, er það Katrín Ólína Pétursdóttir sem hannaði mynstrið. Ég er einstaklega heppin og þakklát þessum hönnuðum fyrir að hafa trú á mér.“Ingibjörg Gréta hefur verið að markaðssetja Saga Kakala slæðurnar í Bandaríkjunum og hefur fengið afar góð viðbrögð, þar á meðal frá söngkonunni Aliciu Keys sem hefur skartað þeim meðal annars í þættinum The Voice. „Þegar ég setti „veiðarfærin“ fyrst út í Bandaríkjunum fékk ég hringingu frá miklum reynslubolta í tískuheiminum sem óskaði eftir samstarfi við mig. Það var stórt tækifæri fyrir mig og lærdómur að þurfa að setjast niður og hugsa hvernig ég vildi markaðssetja vöruna. Ég valdi Alicu Keys úr hópi áhrifavalda og bauð henni slæður enda er hún ótrúlega flottur listamaður. Alicia varð mjög hrifin og það var mér hvatning. Hún hefur sett myndir af Saga Kakala slæðum á Snapchat og Instagram. Alicia er baráttukona sem eftir er tekið og það er mikils virði að fá hana til að bera slæðurnar,“ segir Ingibjörg. „Þótt ég sé að markaðssetja vöruna í Bandaríkjunum legg ég ekkert síður mikla rækt við heimamarkað. Það koma einungis fimmtán slæður á íslenska markaðinn með eins mynstri þannig að hver slæða er einstök,“ segir Ingibjörg Gréta. Hún ætlar ekki að láta staðar numið því núna er hún að þróa og hanna silkikjóla, með íslenskum fatahönnuði, og töskur. „Ég reikna með að sýna nýjar vörur á Hönnunarmars 2017. Við eigum mikla fjársjóði í íslenskum hönnuðum. Við leggjum mikla áherslu á gæði og að hver kona sem ber Saga Kakala slæðu sé með eitthvað alveg spes.“
Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira