Enski boltinn

Stærsti heimasigur Arsenal á Chelsea í 26 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann Chelsea 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í kvöld. 

Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum en Alexis Sanchez gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik. Aðeins þremur mínútum síðar var komið að Theo Walcott sem stýrði boltanum í netið eftir frábært samspil leikmanna Arsenal þar sem liðið splundraði vörn Chelsea. 

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Mesut Özil fínt mark eftir góða skyndisókn sem hann byrjaði á á vallarhelmingi Arsenal. 

Arsenal er í þriðja sætinu með 13 stig en Chelsea í því áttunda með tíu stig. Þetta er stærsti heimasigur Arsenal á Chelsea síðan árið 1990. Baráttan um London féll því Arsenal megin  í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×