Fótbolti

Milljarðatap hjá FIFA-safninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty, samsett
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA rakar ekki inn peningum á FIFA-safninu. Þvert á móti rekstur þess gengur afar illa.

Svissneskir fjölmiðlar segja frá því að það stefni í 30 milljón franka tap í rekstri safnsins á þessu ári en það gera um 3,3 milljarða íslenskra króna.

FIFA-safnið er staðsett í Zürich og hefur aðeins verið opið í níu mánuði. Í safninu er farið í gegnum knattspyrnusöguna í máli og myndum.

Í safninu er notuð nútímatækni til að koma knattspyrnusögunni sem best til skila en það er ljóst að öll hneykslismálin hjá FIFA og slæmt umtal um Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur ekki verið besta auglýsingin fyrir safnið.

Safnið var gæluverkefni hjá Sepp Blatter, fyrrum forseta FIFA, en það kostaði 140 milljónir franka að byggja það eða um sextán milljarða íslenskra króna. Blatter var forseti FIFA frá 1998 þar til að hann var settur af vegna spillingarmála.

Issa Hayatou settist tímabundið í forstjórastólinn og Gianni Infantino var síðan kjörinn forseti FIFA í febrúar á þessu ári. Nú er það á herðum Infantino að gera eitthvað með gæluverkefni Blatter sem er væntanlega að einhverjum hluta minnisvarði um Sepp sjálfan.

FIFA hefur sett saman nýjan vinnuhóp sem fær það krefjandi verkefni að snúa við rekstrinum og finna betri leið fyrir safnið að vaxa og dafna.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×