Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 14:25 Bjarni og Sigurður Ingi á kynningunni fyrr í dag. vísir/gva „Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF). Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF).
Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48