Erlent

Gerðu loftárás á sjúkrahús í Jemen

Samúel Karl Ólason skrifar
Loftárásir bitna reglulega á almennum borgurum í Jemen.
Loftárásir bitna reglulega á almennum borgurum í Jemen. Vísir/AFP
Minnst sex eru látnir eftir loftárás bandalags Sádi-Arabíu á sjúkrahús Lækna án landamæra (MSF) í Jemen. Samtökin segjast ekki viss um hve margir hafa látið lífið en vitni í bænum Abs segja þá minnst sex og að 13 séu særðir.

Samkvæmt frétt BBC hefur bandalagið, sem barist hefur við Húta í Jemen frá því í mars í fyrra, ekki tjáð sig um ásakanir MSF.

Loftárás var gerð á skóla í Jemen á laugardaginn og var sú árás fordæmd af Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Tíu börn létu lífið í þeirri árás. Reuters fréttaveitan segir almenna borgara reglulega falla í loftárásum í landinu.

Minnst 6.400 manns hafa látið lífið í átökum í Jemen og þar er um helmingur almennir borgarar. Um 2,5 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín.


Tengdar fréttir

Vopnin streyma til Sýrlands og Jemen

Mörg austurevrópsk ríki hafa undanfarin ár selt vopn í stórum stíl til Mið-Austurlanda, þar sem talið er að þau hafi borist áfram til stríðandi fylkinga í Sýrlandi og Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×