Erlent

180 óbreyttir borgarar drepnir í Sýrlandi síðan á föstudag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Átök í Aleppo.
Átök í Aleppo. Vísir/EPA
Hundruðir óbreyttra borgara hafa látist í átökum í Sýrlandi á síðustu dögum að því er fram kemur á fréttavef Al Jazeera.

Fréttavefurinn hefur þetta eftir aðgerðahópum á svæðinu. Yfir 180 óbreyttir borgarar hafa látist síðan á föstudag, þar af 22 börn samkvæmt grasrótarhreyfingunni Local Coordination Committees. Í það minnsta létust 90 manns á föstudag og 83 til viðbótar á laugardag. Flest dauðsföllin hafa átt sér stað við eða í Aleppo þar sem átök hafa geysað síðustu daga.

Mannréttindasamtökin SOHR, Syrian Observatory for Human Rights, skrásetja atburði í Sýrlandi á degi hverjum en samkvæmt þeirra tölum hafa 327 óbreyttir borgarar látist í átökum síðastliðinna fimmtán daga. Yfir hundrað þeirra létust í sprengjuárásum stjórnvalda og 126 létust í árásum andstæðinga stjórnvalda.

Stjórnarherinn og bandamenn Rússa sátu um Aleppo í nokkrar vikur en fyrir um viku tókst andstæðingum þeirra að komast í gegnum varnir óvinanna inn á svæðið að baki víglínunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×