Lindu Pétursdóttur – á Bessastaði! Árni Stefán Árnason skrifar 14. mars 2016 16:39 Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Árni Stefán Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun