Erlent

Hrakinn úr ráðherrastól eftir að hafa hallmælt spámanninum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Al-Zind á opnum fundi egypska dómarafélagsins áður skömmu áður en hann varð ráðherra.
Al-Zind á opnum fundi egypska dómarafélagsins áður skömmu áður en hann varð ráðherra. vísir/epa
Ahmed al-Zind er ekki lengur dómsmálaráðherra Egyptalands. Hann þurfti að láta af embætti eftir að hann lét þau orð falla að hann myndi láta sjálfan Múhameð spámann dúsa í fangelsi ef hann yrði uppvís að því að brjóta lögin. Þetta kemur fram á vef BBC.

Al-Zind lét þessi orð falla í sjónvarpsviðtali á föstudaginn. Hann afsakaði sig um leið og sendi út formlega afsökunarbeiðni daginn eftir en það var ekki nóg. Forsætisráðherra landsins, Sherif Ismail, rak hann úr embætti í dag.

Egypskir dómarar sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir mótmæltu ákvörðun forsætisráðherrans. Þeir töldu að ummæli al-Zind hefði misst orðin út úr sér og að það hefði getað komið fyrir hvern sem er.

Ekki er vitað hver tekur við ráðherrastólnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×