Erlent

Hóta að stefna Þýskalandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar frá Þýskalandi.
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar frá Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir Svíþjóð og fleiri lönd kunna að stefna þýskum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar um að taka ekki á móti flóttamönnum sem sendir eru til baka á grunni Dyflinnar-reglugerðarinnar.

Í Þýskalandi þurfa hælisleitendur fyrst að skrá sig og síðan sækja formlega um hæli. Þýskaland mun nú aðeins taka við þeim sem farið hafa í gegnum allt ferlið áður en þeir héldu til annars lands. Þjóðverjar neita nú að taka við 700 flóttamönnum sem eru í Svíþjóð.

Johansson kvaðst hafa skilning á vanda Þjóðverja en um 100 þúsund hælisleitendur komu þangað í janúar. Þeir megi samt ekki brjóta gegn Dyflinnar-reglugerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×