Katrín um stjórnarmyndunarviðræður: „Hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2016 19:11 Það skýrist fyrir helgi hvort að takist að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum. Fulltrúar flokkanna hafa fundað síðustu daga og á morgun munu formenn flokkanna hittast og fara yfir stöðuna. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboð sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður á milli VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni. Það er búið að vera að vinna í málefnahópum í allan dag. Við erum núna að fara yfir niðurstöðu dagsins á vettvangi þingflokka, svo væntum við þess að formenn fundi á morgun,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í landKatrín segir að í ljós hafi komið eftir samtal við sérfræðinga að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var og það muni hafa sín áhrif á viðræðurnar. Rætt hefur verið um að skattamál muni reynast helsta deilumálið í viðræðunum. Katrín segir að í ljós muni koma á næstu dögum hvort takist að ná málamiðlun á milli flokkanna varðandi skattamál. „Það er of snemmt að segja til um það en við verðum á fullu áfram næstu daga þannig að þetta ætti að skýrast á næstu dögum,“ sagði Katrín.Tekst ykkur að komast á þann stað fyrir helgina að þið finnið að þetta sé að ganga eða ekki.„Já, við komumst á þann stað fyrir helgi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Það skýrist fyrir helgi hvort að takist að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum. Fulltrúar flokkanna hafa fundað síðustu daga og á morgun munu formenn flokkanna hittast og fara yfir stöðuna. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboð sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður á milli VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni. Það er búið að vera að vinna í málefnahópum í allan dag. Við erum núna að fara yfir niðurstöðu dagsins á vettvangi þingflokka, svo væntum við þess að formenn fundi á morgun,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í landKatrín segir að í ljós hafi komið eftir samtal við sérfræðinga að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var og það muni hafa sín áhrif á viðræðurnar. Rætt hefur verið um að skattamál muni reynast helsta deilumálið í viðræðunum. Katrín segir að í ljós muni koma á næstu dögum hvort takist að ná málamiðlun á milli flokkanna varðandi skattamál. „Það er of snemmt að segja til um það en við verðum á fullu áfram næstu daga þannig að þetta ætti að skýrast á næstu dögum,“ sagði Katrín.Tekst ykkur að komast á þann stað fyrir helgina að þið finnið að þetta sé að ganga eða ekki.„Já, við komumst á þann stað fyrir helgi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03