Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 19:03 Lilja Rafney, Björt Ólafsdóttir, Jón Steindór og Jón Þór Ólafsson eru öll í málefnahópum um atvinnuvegamál í meirihltuaviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar ásamt Gunnari Tryggvasyni. Vísir „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi. Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi.
Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16