Tólf marka leikur í Dortmund | Sjáðu öll mörk kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2016 22:15 Marco Reus skoraði þrennu í ótrúlegum leik Dortmund og Legia. vísir/getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira