Innlent

Dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir að kýla strætóbílstjóra

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í strætó númer 11.
Atvikið átti sér stað í strætó númer 11. Vísir/Ernir
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann, fæddan 1984, í fimmtán daga fangelsi fyrir að hafa slegið vagnstjóra strætisvagns hnefahöggi.

Líkamsárásin hafði þær afleiðingar í för með sér að vagnstjórinn hlaut mar og bólgu á efri vör, tognaði í hálsi, fékk heilahristing og hlaut eymsli í tönnum og andliti.

Atburðurinn átti sér stað þann 22. apríl í fyrra, í strætisvagni númer 11 sem var staðsettur á Lindarbraut við Bollagarða á Seltjarnarnesi.

Auk fangavistarinnar var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar og þarf hann jafnframt að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×