Slegist um miðana á styrktartónleika Stefáns Karls Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 16:14 Miðarnir á styrktartónleika Stefáns Karls ruku út, 505 og hafa aðstendendur gripið til þess að leyfa endursölu á sínum miðum. „Það var uppselt á tónleikana strax á laugardaginn,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. Hann er að tala um styrktartónleika sem haldnir verða í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Þeir eru haldnir sérstaklega fyrir Stefán Karl Stefánsson leikara sem á morgun er að fara í alvarlega aðgerð.Stefán Karl var í einlægu og opinskáu viðtali við Vísi fyrir skemmstu hvar hann sagði af veikindum sínum. „Við könnuðum möguleika á að vera með aukatónleika en það var því miður ekki hægt því sumir listamannanna voru bókaðir annars staðar eftir tónleikana,“ segir Ari. Þá var brugðið á það ráð að stofna sérstakan styrktarreikning, þar sem fólki gefst kostur á að styrkja Stefán Karl sérstaklega. Sem er: 0301-26-1909, kt. 710269-2709.Troðfullt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þó fríkvöld leikara sé á mánudögum. Ari er ánægður með hversu vel hefur verið tekið í styrktartónleikana.„Ásóknin í miðana er slík að margt af okkar starfsfólki, hér í Þjóðleikhúsinu, sem hafði keypt sér miða en sér ekki fram á að geta sest í sætin, hefur leyft að sínir miðar yrðu seldir aftur öðrum.“ Ari segir að allir sem leitað var til vegna tónleikanna hafi verið boðnir og búnir; Ölgerðin gaf allar veitingar sem seldar verða við viðburðinn og renna tekjur af því óskiptar til Stefáns. Auglýsingastofan sem hannaði „pósterinn“ gaf vinnu sína, prentsmiðjan prentun og þannig á áfram telja. „Allir sem maður hefur leitað til virðast vilja leggja þessu málefni lið,“ segir Ari sem er afar ánægður með viðtökurnar. Hann segir að oft hafi eitt og annað verið á dagskrá í Þjóðleikhúsinu sem hafi verið vinsælt og eftirsótt, en erfitt er að finna dæmi um nokkuð þar sem miðarnir fóru svo hratt og örugglega. Um er að ræða 505 sæti og miðinn kostar 3.500. Tengdar fréttir Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Margt helsta tónlistarfólk landsins kemur fram á viðburðinum að sögn leikhússtjóra. 30. september 2016 10:00 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það var uppselt á tónleikana strax á laugardaginn,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri. Hann er að tala um styrktartónleika sem haldnir verða í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Þeir eru haldnir sérstaklega fyrir Stefán Karl Stefánsson leikara sem á morgun er að fara í alvarlega aðgerð.Stefán Karl var í einlægu og opinskáu viðtali við Vísi fyrir skemmstu hvar hann sagði af veikindum sínum. „Við könnuðum möguleika á að vera með aukatónleika en það var því miður ekki hægt því sumir listamannanna voru bókaðir annars staðar eftir tónleikana,“ segir Ari. Þá var brugðið á það ráð að stofna sérstakan styrktarreikning, þar sem fólki gefst kostur á að styrkja Stefán Karl sérstaklega. Sem er: 0301-26-1909, kt. 710269-2709.Troðfullt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þó fríkvöld leikara sé á mánudögum. Ari er ánægður með hversu vel hefur verið tekið í styrktartónleikana.„Ásóknin í miðana er slík að margt af okkar starfsfólki, hér í Þjóðleikhúsinu, sem hafði keypt sér miða en sér ekki fram á að geta sest í sætin, hefur leyft að sínir miðar yrðu seldir aftur öðrum.“ Ari segir að allir sem leitað var til vegna tónleikanna hafi verið boðnir og búnir; Ölgerðin gaf allar veitingar sem seldar verða við viðburðinn og renna tekjur af því óskiptar til Stefáns. Auglýsingastofan sem hannaði „pósterinn“ gaf vinnu sína, prentsmiðjan prentun og þannig á áfram telja. „Allir sem maður hefur leitað til virðast vilja leggja þessu málefni lið,“ segir Ari sem er afar ánægður með viðtökurnar. Hann segir að oft hafi eitt og annað verið á dagskrá í Þjóðleikhúsinu sem hafi verið vinsælt og eftirsótt, en erfitt er að finna dæmi um nokkuð þar sem miðarnir fóru svo hratt og örugglega. Um er að ræða 505 sæti og miðinn kostar 3.500.
Tengdar fréttir Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Margt helsta tónlistarfólk landsins kemur fram á viðburðinum að sögn leikhússtjóra. 30. september 2016 10:00 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Margt helsta tónlistarfólk landsins kemur fram á viðburðinum að sögn leikhússtjóra. 30. september 2016 10:00
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52