Þrjár kvikmyndir kanadíska leikstjórans eru sýndar á hátíðinni en um er að ræða Góðu strákana, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis.
Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli.
Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni.
Beina útsendingu frá meistaraspjallinu má sjá hér að neðan en nánari upplýsingar um Deepa Mehta má finna hér.