Himinlifandi að kumlið sé fundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 10:07 Myndir frá fundinum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag. Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag.
Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00