„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir“ Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 6. apríl 2016 23:22 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm „Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira