Spieth bauð upp á grillmat Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 08:45 Spieth hélt sér á kunnulegum slóðum í vali sínum á matseðli meistaramáltíðarinnar. Vísir/Getty Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016 Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira