Spieth bauð upp á grillmat Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 08:45 Spieth hélt sér á kunnulegum slóðum í vali sínum á matseðli meistaramáltíðarinnar. Vísir/Getty Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters-mótið, fyrsta stórmót ársins, hefst á morgun en í gær fór fram árlegur kvöldverður fyrrum meistara. Eins og venjan er var það undir ríkjandi meistara komið að velja matseðilinn og borga matinn. Jordan Spieth fagnaði sigri í fyrra og var með „ekta grillmat frá Texas“ í aðalrétt. Það er viðeigandi, enda ólst Spieth upp í Texas. Aðalrétturinn var veglegur með nautakjöti, kjúklingi og rifjum. Matseðilinn er eins og gefur að skilja afar mismunandi frá ári til árs enda koma fyrrum meistarar úr öllum heimshornum. Þó er líklega einn óvenjulegasti matseðilinn frá 1998 þegar hinn 22 ára Tiger Woods valdi að bjóða upp á ostaborgara, kjúklingasamlokur, franskar og mjólkurhristinga. Fyrrum meistarar eru þó ekki skyldugir til að borða réttinn sem meistarinn valdi og geta, ef þeim sýnist svo, pantað aðra hefðbundna rétti af matseðli Augusta-klúbbsins. Þessi hefði hefur verið við lýði síðan 1952 og átti Ben Hogan, þáverandi meistari, frumkvæði að þessu fyrirkomulagi.Jordan Spieth's Masters Champion Dinner Menu (H/T @DanWetzel) pic.twitter.com/bZ9WAuiSqe— Darren Rovell (@darrenrovell) April 6, 2016
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira