Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2016 15:19 Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir „Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
„Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32