Félag eggjaframleiðenda biður íslenska neytendur afsökunar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 13:56 Félag eggjaframleiðenda fordæmir starfshætti Brúneggja. Vísir/Daníel Félag eggjaframleiðenda segist slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að varphænur byggju við í eggjabúi Brúneggja. Félagið segir aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur til skammar. Þá biður félagið íslenska neytendur afsökunar á þessu og fordæmir starfshættina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Félag eggjaframleiðenda leggur áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vottað af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað,“ segir í tilkynningunni. „Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú landsins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eftirlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir.“ Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Félag eggjaframleiðenda segist slegið yfir þeim aðbúnaði sem umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að varphænur byggju við í eggjabúi Brúneggja. Félagið segir aðbúnaðinn og blekkingar gagnvart neytendum um að þar fari fram vistvænn búskapur til skammar. Þá biður félagið íslenska neytendur afsökunar á þessu og fordæmir starfshættina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Félag eggjaframleiðenda leggur áherslu á að samkvæmt úttektum Matvælastofnunar er um einstakt tilvik að ræða. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar umbætur í íslenskum eggjabúum sem hafa miðað að því að bæta aðbúnað varphæna, meðal annars með nýjum húsum sem uppfylla ýtrustu kröfur. Auk þess hefur eitt eggjabú verið vottað af Vottunarstofunni Túni sem lífræn framleiðsla þar sem gerðar eru auknar kröfur um velferð og aðbúnað,“ segir í tilkynningunni. „Félag eggjaframleiðenda leggur ríka áherslu á að eggjabú landsins gæti að velferð og aðbúnaði varphæna. Félagið mun leggja sig fram, í samstarfi við opinberar eftirlitsstofnanir og neytendur, við að uppræta starfshætti í líkingu við þá sem fjallað var um í Kastljósi því þeir eru með öllu óboðlegir.“
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28