Fara fram á að fá að fæða í Eyjum: Segja ástandið óboðlegt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 10:40 Íbúar í Vestmannaeyjum safna undirskriftum fyrir heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna. vísir/getty Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira