„Fíflagangur“ sófakastaranna við Krýsuvíkurbjarg kostaði þá 30 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 09:59 Frá sófakastinu við Krísuvíkurbjarg þann 30. október. Vísir Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin. Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin.
Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14