Ferrari menn náðu hvað helst að elta eldfjóta Mercedes mennina. Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen áttu fjórða og fimmta besta tímann á báðum æfingum.
Ferrari liðið mætti á sinn heimavöll með uppfærða vél. Venjulega er mikil pressa á Ferrari á heimavelli. Það verður áhugavert að sjá hvort liðið standist hana á morgun og sunnudag.
Fátt var um atvik á æfingum dagsins og ökumenn greinilega komnir aftur í sitt horf. Ryðið sem virtist hrjá menn í Belgíu síðustu helgi eftir sumarfríið er greinilega farið.
Á meðan á seinni æfingunni stóð var samningur um áframhaldandi keppnishald á Monza brautinni handsalaður. Samningurinn nær til næstu þriggja ára. Bernie Ecclestone sagði við tækifærið að hann væri ánægður að ítalski kappaksturinn væri í öruggum höndum.
Bein útsending frá tímatökunni er á morgun klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá ítalska kappakstrinum hefst klukkan 11:30 á sunnudag, einnig á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.