Innlent

Skoða hvort gögn um verðbréfaviðskipti hafi lekið úr bankanum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Íslandsbanki mun kanna hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttardómara sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið úr bankanum.
Íslandsbanki mun kanna hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttardómara sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið úr bankanum. Vísir/Anton
Íslandsbanki mun kanna hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttardómara sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið úr bankanum. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans staðfestir þetta í samtali við RÚV.

Edda segir gögnin vera til í bankanum en að engin ástæða sé til að ætla að þau gögn sem fjölmiðlar fengu aðganga að komi úr bankanum. Samkvæmt henni er skoðunin á frumstigi.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn mánudag að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.

Tilkynningar um viðskipti Markúsar fundust upphaflega ekki hjá nefnd um dómarastörf, sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, sataðfesti í gær að Markús hafi tilkynnt öll umrædd hlutabréfaviðskipti. Bréf um það séu til hjá nefndinni og að eitt þeirra hafi fundist við leit á mánudagskvöld.


Tengdar fréttir

Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan

Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum.

Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi

Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×