3,8 milljarða áhrif skattalækkana „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir ræddu tekjuöflun ríkisins á þingi í dag. visir/anton brink Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53