Sport

Djokovic hættir að vinna með Becker

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djokovic og Becker á góðri stundu.
Djokovic og Becker á góðri stundu. vísir/getty
Serbinn Novak Djokovic hefur slitið samstarfi við þýsku tennisgoðsögnina Boris Becker en Becker hefur verið þjálfarinn hans síðustu þrjú ár.

Hinn 29 ára gamli Djokovic vann sex risatitla á þeim tíma sem Becker þjálfaði hann en í heildina hefur hann unnið tólf risatitla.

„Markmiðin sem við settum okkur í upphafi hafa öll náðst. Ég vil þakka honum kærlega fyrir samstarfið sem var ánægjulegt,“ sagði Djokovic.

Becker sagði að þessi ákvörðun hefði verið sameiginleg og bætti við að það hefði verið mikil ánægja að vinna með Novak.

Eftir að hafa verið á toppi heimslistans samfleytt í 122 vikur þá missti Djokovic toppsætið í hendur Andy Murray í síðasta mánuði.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá honum síðustu sex mánuði og nú á að prófa eitthvað nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×