Helsti ráðgjafi Trump vísar ósætti innan eigin raða á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2016 23:11 Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá ósætti á meðal starfsmanna framboðs Trump. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Helsti ráðgjafi Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana, hafnar því alfarið að ósætti sé innan raða starfsmanna framboðs auðkýfingsins umdeilda. „Við erum í góðum málum, við erum skipulögð og við höldum áfram,“ sagði Paul Manafort í viðtali við fréttastofu Fox. Trump þykir hafa stigið feilspor með því að gagnrýna foreldra Humayun Khan, hermanns sem lést í Írak árið 2004. Foreldrar hans ávörpuðu flokksþing Demókrata og gagnrýndu Trump harkalega. Hafa bandarískir fjölmiðlar greint frá því að orð Trump í garð foreldra Khan hafi fallið í grýttan jarðveg á meðal starfsmanna framboðs Trump og lét einn starfsmaður hafa eftir sér við CNN að þeim fyndist mörgum eins og þeir væru að kasta tíma sínum á glæ með því að starfa fyrir Trump. Þá greindi NBC frá því að háttsettir menn innan Repúblikanaflokksins ætluðu sér að blanda sér í kosningabaráttu Trump með því að krefjast þess að hann myndi einbeita sér að því að tala um málefin. Manafort blés á þetta og sagði að þessar fregnir væri runnar undir rifjum Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata og sagði hann að hún bæri ábyrgð á því að dreifa fregnum um ósætti meðal starfsmanna Trump. Trump blés einnig á slíkar fréttir og tísti í dag um að sjaldan hefði krafturinn verið jafnmikill meðal starfsmanna sinna.There is great unity in my campaign, perhaps greater than ever before. I want to thank everyone for your tremendous support. Beat Crooked H!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54 Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hver var Humayun Khan? Bandarískur hermaður sem fórst í sprengingu í Írak 2004 hefur óvænt orðið að leikanda í kosningabaráttunni vestra. 2. ágúst 2016 14:54
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24