Um Ferðamálaskóla Íslands og leiðsögumenn Sveinn Sveinbjörnsson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Tvær helgar í röð, þann 11.6. og 18.6., var ráðist á Ferðamálaskóla Íslands í Fréttatímanum af ótrúlegri óbilgirni og virðast árásirnar byggðar á sögusögnum frekar en staðreyndum eða í besta falli á misskilningi. Ekki er í mínum huga neinn vafi á því undan hvaða rótum þessi skrif eru runnin og erfitt er að verjast þeirri hugsun að e.t.v. hafi vina- og kunningjasamfélagið fengið rödd hjá þeim sem svona skrifa og tala. Félag leiðsögumanna er félagsskapur sem hefur tekið sér það hlutverk óumbeðið að ákveða hvaða skólar geta útskrifað „alvöru“ leiðsögumenn og bera við að námið sem þeir stunduðu sé samkvæmt viðurkenndri námskrá en nám annarra ekki. Fulltrúar þeirra skóla sem félagar í Félagi leiðsögumanna gengu í taka svo þátt í leiknum og hamra á keppinautnum. Nú vil ég benda þessu ágæta fólki á að það er engin samræmd eða viðurkennd námskrá til fyrir leiðsögumenn sem viðurkennd er af yfirvöldum menntamála. Þetta geta allir kynnt sér sem áhuga hafa á og fengið staðfest hjá menntamálaráðuneyti. Þessir skólar og þeirra nemendur eru í raun aðeins að viðurkenna sjálfa sig og nám það sem þeir bjóða upp á, en lítilsvirða aðra og það nám sem þeir hafa stundað. Þeim er auðvitað leyfilegt að upphefja sjálfa sig á þennan hátt en gott væri að þeir gerðu sér grein fyrir að þetta hefur enga merkingu nema í huga þeirra sjálfra. Talsmenn Félags leiðsögumanna eru þannig að blekkja sína eigin félagsmenn og almenning.Hrokafull afstaða Félag leiðsögumanna heldur því fram að verið sé að gjaldfella nám leiðsögumanna með útskrift leiðsögumanna úr öðrum skólum en þeim sem þeir hafa útskrifast úr og hefur krafist þess að fá námskrá Ferðamálaskóla Íslands til skoðunar og til að meta hvort hún uppfylli einhverjar kröfur sem þeir setja og endurspegla væntanlega það nám sem þeir stunduðu. Ég er ekki hissa á því þó Ferðamálaskóli Íslands sé ekki áfjáður í að láta fulltrúa keppinautanna gera slíkt mat á náminu. Miðað við þau skrif sem birst hafa að undanförnu er þess varla að vænta að mikillar sanngirni verði gætt við slíka úttekt. Auk þess er það nokkuð hrokafull afstaða hjá Félagi leiðsögumanna að ætla sér að taka að sér hlutverk og hafa einhvers konar úrskurðarvald í máli sem ætti að vera í höndum menntamálayfirvalda. Ég útskrifaðist úr Ferðamálaskóla Íslands og er óhræddur við slíkt mat af óvilhöllum aðilum. Ég er búinn að kynna mér nokkuð námskrá leiðsögumannanáms Menntaskólans í Kópavogi og tel ég að nám í Ferðamálaskóla Íslands í almennri leiðsögn standi námi þess skóla ekkert að baki og sé í flestu sambærilegt þó það sé ekki nákvæmlega eins. En nú færist skörin heldur betur upp í bekkinn er upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, Skapti Örn Ólafsson, blandar sér í málið, auðsjáanlega fóðraður á „junk food“ hjá Félagi leiðsögumanna sem hann neytir af bestu list. Hann er að vísu að beina spjótum sínum að svokallaðri Kínadeild skólans, sem ég þekki lítið til, en líka að skólanum í heild. Viðtalið við hann í Fréttatímanum laugardaginn 18.6. bendir ekki til mikils vilja til að kynna sér málin. Setningar sem byrja á „við höfum heyrt“ og „okkur skilst“ minna óþægilega mikið á Gróu greyið á Leiti. Hann beinir einnig spjótum sínum að þeim fjölmörgu leiðsögumönnum sem ekki fá inngöngu í Félag leiðsögumanna og bera annars konar merki en þeir til að auðkenna sig. Hann segir að næla sú sem félagar í Félagi leiðsögumanna beri sé staðfesting á að viðkomandi hafi lokið prófi í leiðsögn og að hitt merkið sé hálfgerð eftirlíking og hafi lítinn „trúverðugleika“. Í fyrsta lagi er nýja merkið ekki eftirlíking, heldur er það mjög smekklegan hannað og er langtum fallegra en hitt. En það er annað og meira en skraut. Það gerir þeim kleift sem ekki fá aðild að Félagi leiðsögumanna að auðkenna sig sem leiðsögumenn og sýna að þeir hafi lokið prófi og starfi sem slíkir. Ekki veit ég hvaða hagsmunum blaðafulltrúinn telur sig vera að þjóna en það eru tæpast hagsmunir þeirra samtaka sem hann starfar fyrir. Ég á erfitt með að trúa því að blaðafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar sem ræðst á þennan hátt, algjörlega óverðskuldað, á stóran hluta þeirra leiðsögumanna sem starfa á vegum aðildarfélaga samtakanna hafi gert það með vilja og samþykki þeirra. Það væri fremur undarlegt ef starfsemi sem þarf á þessum starfsmönnum að halda getur láti það óátalið. Ef menn vilja komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli ætti að gera könnun á frammistöðu leiðsögumanna frá Félagi leiðsögumanna og hinna sem ekki njóta þess heiðurs að tilheyra þessum „súper klúbbi“. Bara ekki láta Skapta koma nálægt því, hans trúverðugleiki er enginn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Tvær helgar í röð, þann 11.6. og 18.6., var ráðist á Ferðamálaskóla Íslands í Fréttatímanum af ótrúlegri óbilgirni og virðast árásirnar byggðar á sögusögnum frekar en staðreyndum eða í besta falli á misskilningi. Ekki er í mínum huga neinn vafi á því undan hvaða rótum þessi skrif eru runnin og erfitt er að verjast þeirri hugsun að e.t.v. hafi vina- og kunningjasamfélagið fengið rödd hjá þeim sem svona skrifa og tala. Félag leiðsögumanna er félagsskapur sem hefur tekið sér það hlutverk óumbeðið að ákveða hvaða skólar geta útskrifað „alvöru“ leiðsögumenn og bera við að námið sem þeir stunduðu sé samkvæmt viðurkenndri námskrá en nám annarra ekki. Fulltrúar þeirra skóla sem félagar í Félagi leiðsögumanna gengu í taka svo þátt í leiknum og hamra á keppinautnum. Nú vil ég benda þessu ágæta fólki á að það er engin samræmd eða viðurkennd námskrá til fyrir leiðsögumenn sem viðurkennd er af yfirvöldum menntamála. Þetta geta allir kynnt sér sem áhuga hafa á og fengið staðfest hjá menntamálaráðuneyti. Þessir skólar og þeirra nemendur eru í raun aðeins að viðurkenna sjálfa sig og nám það sem þeir bjóða upp á, en lítilsvirða aðra og það nám sem þeir hafa stundað. Þeim er auðvitað leyfilegt að upphefja sjálfa sig á þennan hátt en gott væri að þeir gerðu sér grein fyrir að þetta hefur enga merkingu nema í huga þeirra sjálfra. Talsmenn Félags leiðsögumanna eru þannig að blekkja sína eigin félagsmenn og almenning.Hrokafull afstaða Félag leiðsögumanna heldur því fram að verið sé að gjaldfella nám leiðsögumanna með útskrift leiðsögumanna úr öðrum skólum en þeim sem þeir hafa útskrifast úr og hefur krafist þess að fá námskrá Ferðamálaskóla Íslands til skoðunar og til að meta hvort hún uppfylli einhverjar kröfur sem þeir setja og endurspegla væntanlega það nám sem þeir stunduðu. Ég er ekki hissa á því þó Ferðamálaskóli Íslands sé ekki áfjáður í að láta fulltrúa keppinautanna gera slíkt mat á náminu. Miðað við þau skrif sem birst hafa að undanförnu er þess varla að vænta að mikillar sanngirni verði gætt við slíka úttekt. Auk þess er það nokkuð hrokafull afstaða hjá Félagi leiðsögumanna að ætla sér að taka að sér hlutverk og hafa einhvers konar úrskurðarvald í máli sem ætti að vera í höndum menntamálayfirvalda. Ég útskrifaðist úr Ferðamálaskóla Íslands og er óhræddur við slíkt mat af óvilhöllum aðilum. Ég er búinn að kynna mér nokkuð námskrá leiðsögumannanáms Menntaskólans í Kópavogi og tel ég að nám í Ferðamálaskóla Íslands í almennri leiðsögn standi námi þess skóla ekkert að baki og sé í flestu sambærilegt þó það sé ekki nákvæmlega eins. En nú færist skörin heldur betur upp í bekkinn er upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, Skapti Örn Ólafsson, blandar sér í málið, auðsjáanlega fóðraður á „junk food“ hjá Félagi leiðsögumanna sem hann neytir af bestu list. Hann er að vísu að beina spjótum sínum að svokallaðri Kínadeild skólans, sem ég þekki lítið til, en líka að skólanum í heild. Viðtalið við hann í Fréttatímanum laugardaginn 18.6. bendir ekki til mikils vilja til að kynna sér málin. Setningar sem byrja á „við höfum heyrt“ og „okkur skilst“ minna óþægilega mikið á Gróu greyið á Leiti. Hann beinir einnig spjótum sínum að þeim fjölmörgu leiðsögumönnum sem ekki fá inngöngu í Félag leiðsögumanna og bera annars konar merki en þeir til að auðkenna sig. Hann segir að næla sú sem félagar í Félagi leiðsögumanna beri sé staðfesting á að viðkomandi hafi lokið prófi í leiðsögn og að hitt merkið sé hálfgerð eftirlíking og hafi lítinn „trúverðugleika“. Í fyrsta lagi er nýja merkið ekki eftirlíking, heldur er það mjög smekklegan hannað og er langtum fallegra en hitt. En það er annað og meira en skraut. Það gerir þeim kleift sem ekki fá aðild að Félagi leiðsögumanna að auðkenna sig sem leiðsögumenn og sýna að þeir hafi lokið prófi og starfi sem slíkir. Ekki veit ég hvaða hagsmunum blaðafulltrúinn telur sig vera að þjóna en það eru tæpast hagsmunir þeirra samtaka sem hann starfar fyrir. Ég á erfitt með að trúa því að blaðafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar sem ræðst á þennan hátt, algjörlega óverðskuldað, á stóran hluta þeirra leiðsögumanna sem starfa á vegum aðildarfélaga samtakanna hafi gert það með vilja og samþykki þeirra. Það væri fremur undarlegt ef starfsemi sem þarf á þessum starfsmönnum að halda getur láti það óátalið. Ef menn vilja komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli ætti að gera könnun á frammistöðu leiðsögumanna frá Félagi leiðsögumanna og hinna sem ekki njóta þess heiðurs að tilheyra þessum „súper klúbbi“. Bara ekki láta Skapta koma nálægt því, hans trúverðugleiki er enginn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun