Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 19:46 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. Landsbankinn óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá stjórnendum og kaupendum Borgunar hvers vegna bankinn hafi ekki verið upplýstur um þessar greiðslur sem nema 6,4 milljörðum króna. Borgun svaraði bankanum á þriðjudag en þar segir meðal annars að stjórnendur hafi ekki búið yfir upplýsingum um hvort eða hvenær VÍSA í Evrópu yrði selt né um mögulegar greiðslur og upphæð þeirra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 benti Steinþór á að stjórnendur Borgunar hefðu lýst því yfir að þeir hafi vitað að Borgun ætti tilkall til hlutdeildar í þessum valrétt ef það kæmi til einhver greiðsla þar. „Við fengum ekki þær upplýsingar og vorum grandalausir um þessi verðmæti,“ sagði Steinþór. Hið sama mætti segja um marga aðra sem hefðu verslað með bréf af þessu tagi á undanförnum árum. „Aðrir hafa líka verið grandalausir. það hefði verið gott ef við hefðum verið upplýstir um þetta á sínum tima. en við vorum það ekki.“ Steinþór segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort tilefni sé til málsóknar vegna Borgunarmálsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. 8. febrúar 2016 13:00
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01
Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00