Af heimavinnu og pítsusneiðum Hulda María Magnúsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 14:51 Fyrir rétt um tveimur árum birtist á Vísi grein sem ég skrifaði og bar titilinn „Glaða kennslukonan.“ Þar var ég aðeins að skrifa um starfið mitt og launakjör enda samningaviðræður í gangi á þeim tíma. Tveimur árum og nýjum kjarasamningi síðar er ég enn að velta þessum hlutum fyrir mér enda tel ég hverri manneskju það hollt að velta fyrir sér hvernig hún geti þróast í starfi. Því miður er það ansi oft svo að þær grunnskólatengdu fréttir sem maður les í miðlunum fjalla yfirleitt um a) einelti, b) kjaramál eða c) eitthvað annað neikvætt. Þetta er ótrúlega sorglegt í ljósi þess hversu frábært starf er unnið í grunnskólum landsins en það fær lítið sem ekkert rými í miðlunum. Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum þegar kennari nokkur skellti því á facebook um daginn hvað dóttir hans þurfti að leysa mörg stærðfræðidæmi heima og kvöld fjölskyldunnar bara ónýtt fyrir vikið. Fjölmiðlarnir birtu þetta hver af öðru, leituðu álits hjá formanni Félags grunnskólakennara og kommentakerfin loguðu. Heimavinna er uppfinning djöfulsins, rústari heimila og kennarar þurfa að hugsa sinn gang. Ég er kannski svolítið dramatísk hérna en samt sem áður þá var þetta ein facebook færsla sem varð uppspretta endalausra vangaveltna. Það sem hins vegar kom hvergi fram var hvort þetta væri reglulegt, að svona mörg dæmi væru sett fyrir, hvort nemandinn hefði mögulega getað leyst þau í skólanum (sumir eyða kennslustundunum í annað en námið) eða hversu flókin dæmin voru. Ekkert var gert til að kanna baksöguna, önnur hliðin var bara tekin og allir kennarar dæmdir. Umfjöllunin um heimavinnuna var þó hrein hátíð hjá stóra pítsusneiðarmálinu sem hefur tröllriðið miðlunum frá öskudeginum. Ung stúlka mætti með peninga og ætlaði að fá að kaupa mat þó hún væri ekki í áskrift en var neitað. Vissulega leiðinleg uppákoma en rýmið sem þetta hefur fengið í miðlunum er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Að lesa það sem fólk skrifar í kommentakerfunum er hreint ótrúlegt, þvílík fúkyrði sem hafa verið látin falla um skólastjóra og starfsmenn Fellaskóla. Fullorðið fólk að gagnrýna einelti með því að kalla skólastjórann kerlingarherfu og þar fram eftir götunum. Hversu málefnalegt er það? Merkilegast er hvað fauk opinberlega í borgarstjórann, hann valdi að stunda sinn málflutning á facebook og í fjölmiðlum frekar en að leysa málið með samtölum við skólastjórnendur. Sami borgarstjóri og fer fyrir hundruða milljóna niðurskurði í skólakerfinu. Það er gott að geta slegið sér upp á einhverju... Það sem mér finnst sorglegast í þessu öllu saman er að á síðasta miðvikudag, hinn margumtalaða öskudag, fór fram stór kennararáðstefna. Þar var erlendur gestafyrirlesari og margar málstofur, allt mjög faglegt og vel heppnað og almenn ánægja meðal viðstaddra. Á ráðstefnunni voru líka árleg hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar veitt fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Tugir verkefna fengu tilnefningar enda fjölmargir kennarar að gera frábæra hluti um allt land, þó þessi tilteknu verðlaun einskorðist við höfuðborgina. Ég leitaði að fréttum frá ráðstefnunni á þessum sömu miðlum og hafa farið hamförum í umfjöllunum um skólastarfið í Melaskóla, heimavinnuna í ónefndum skóla, pítsumálið í Fellaskóla og alls konar gagnrýni á almenna skólakerfið. Ég fann bara ekki neitt. Vera má að ég hafi ekki leitað nógu vel en líklegra þykir mér, í ljósi reynslunnar, að miðlarnir hafi einfaldlega kosið að hunsa það jákvæða sem var í boði en setja það neikvæða í sviðsljósið. Kennsla er mikið álagsstarf en það eru alveg fleiri störf líka. Hins vegar held ég að fáir liggi jafn vel við höggi eins og kennarar þegar kemur að gagnrýni enda virðast allir hafa skoðun á skólakerfinu og láta fúkyrðin óspart vaða. Mikið væri það nú gleðilegt ef fjölmiðlar sæju sér fært, þó ekki væri nema í eina viku eða svo, að eyða tíma í að skoða jákvæðu hlutina í skólakerfinu. Þar væri sannarlega hægt að finna efni til að fylla margar forsíður og leiðara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Fyrir rétt um tveimur árum birtist á Vísi grein sem ég skrifaði og bar titilinn „Glaða kennslukonan.“ Þar var ég aðeins að skrifa um starfið mitt og launakjör enda samningaviðræður í gangi á þeim tíma. Tveimur árum og nýjum kjarasamningi síðar er ég enn að velta þessum hlutum fyrir mér enda tel ég hverri manneskju það hollt að velta fyrir sér hvernig hún geti þróast í starfi. Því miður er það ansi oft svo að þær grunnskólatengdu fréttir sem maður les í miðlunum fjalla yfirleitt um a) einelti, b) kjaramál eða c) eitthvað annað neikvætt. Þetta er ótrúlega sorglegt í ljósi þess hversu frábært starf er unnið í grunnskólum landsins en það fær lítið sem ekkert rými í miðlunum. Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum þegar kennari nokkur skellti því á facebook um daginn hvað dóttir hans þurfti að leysa mörg stærðfræðidæmi heima og kvöld fjölskyldunnar bara ónýtt fyrir vikið. Fjölmiðlarnir birtu þetta hver af öðru, leituðu álits hjá formanni Félags grunnskólakennara og kommentakerfin loguðu. Heimavinna er uppfinning djöfulsins, rústari heimila og kennarar þurfa að hugsa sinn gang. Ég er kannski svolítið dramatísk hérna en samt sem áður þá var þetta ein facebook færsla sem varð uppspretta endalausra vangaveltna. Það sem hins vegar kom hvergi fram var hvort þetta væri reglulegt, að svona mörg dæmi væru sett fyrir, hvort nemandinn hefði mögulega getað leyst þau í skólanum (sumir eyða kennslustundunum í annað en námið) eða hversu flókin dæmin voru. Ekkert var gert til að kanna baksöguna, önnur hliðin var bara tekin og allir kennarar dæmdir. Umfjöllunin um heimavinnuna var þó hrein hátíð hjá stóra pítsusneiðarmálinu sem hefur tröllriðið miðlunum frá öskudeginum. Ung stúlka mætti með peninga og ætlaði að fá að kaupa mat þó hún væri ekki í áskrift en var neitað. Vissulega leiðinleg uppákoma en rýmið sem þetta hefur fengið í miðlunum er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Að lesa það sem fólk skrifar í kommentakerfunum er hreint ótrúlegt, þvílík fúkyrði sem hafa verið látin falla um skólastjóra og starfsmenn Fellaskóla. Fullorðið fólk að gagnrýna einelti með því að kalla skólastjórann kerlingarherfu og þar fram eftir götunum. Hversu málefnalegt er það? Merkilegast er hvað fauk opinberlega í borgarstjórann, hann valdi að stunda sinn málflutning á facebook og í fjölmiðlum frekar en að leysa málið með samtölum við skólastjórnendur. Sami borgarstjóri og fer fyrir hundruða milljóna niðurskurði í skólakerfinu. Það er gott að geta slegið sér upp á einhverju... Það sem mér finnst sorglegast í þessu öllu saman er að á síðasta miðvikudag, hinn margumtalaða öskudag, fór fram stór kennararáðstefna. Þar var erlendur gestafyrirlesari og margar málstofur, allt mjög faglegt og vel heppnað og almenn ánægja meðal viðstaddra. Á ráðstefnunni voru líka árleg hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar veitt fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Tugir verkefna fengu tilnefningar enda fjölmargir kennarar að gera frábæra hluti um allt land, þó þessi tilteknu verðlaun einskorðist við höfuðborgina. Ég leitaði að fréttum frá ráðstefnunni á þessum sömu miðlum og hafa farið hamförum í umfjöllunum um skólastarfið í Melaskóla, heimavinnuna í ónefndum skóla, pítsumálið í Fellaskóla og alls konar gagnrýni á almenna skólakerfið. Ég fann bara ekki neitt. Vera má að ég hafi ekki leitað nógu vel en líklegra þykir mér, í ljósi reynslunnar, að miðlarnir hafi einfaldlega kosið að hunsa það jákvæða sem var í boði en setja það neikvæða í sviðsljósið. Kennsla er mikið álagsstarf en það eru alveg fleiri störf líka. Hins vegar held ég að fáir liggi jafn vel við höggi eins og kennarar þegar kemur að gagnrýni enda virðast allir hafa skoðun á skólakerfinu og láta fúkyrðin óspart vaða. Mikið væri það nú gleðilegt ef fjölmiðlar sæju sér fært, þó ekki væri nema í eina viku eða svo, að eyða tíma í að skoða jákvæðu hlutina í skólakerfinu. Þar væri sannarlega hægt að finna efni til að fylla margar forsíður og leiðara!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar