Skoðun

Nú fauk í mig

Sigríður Einarsdóttir skrifar
Sem fyrrverandi formaður náttúruverndarnefndar Kópavogs og bæjarfulltrúi hér fyrr á árum, þó langt sé um liðið, þá fauk í mig, þegar ég las ummæli Guðrúnar Snorradóttur í Fréttablaðinu mánudaginn 1. febrúar 2016, varðandi hjólreiðastíga í Kópavogi. Hún segir orðrétt: Það eru engir hjólreiðastígar í Kópavogi, segir Guðrún. Hjólreiðafólk þarf að fara út úr Kópavogi til að fara í hjólreiðaferðir.

Á þeim tíma, líklega um 1990, þá var Kópavogur fremstur í flokki sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í að leggja hjólreiðabrautir í Kópavogi. Það var áður en nokkur skipulagning var komin á kortið í Kópavogsdalnum, þá var búið að skipuleggja hjólreiðastíga í gegnum dalinn. Þá voru einnig lagðir göngu- og hjólreiðastígar meðfram allri ströndinni.

Það var pólitísk ákvörðun nefndanna að leggja ekki hjólreiðastíga meðfram hraðbrautum eða akstursleiðum, heldur leggja hjólreiðastígana í gegnum dalina eins og Fossvogsdalinn og Kópavogsdalinn og meðfram ströndinni og tengjast göngubrúnni yfir Fossvogsdalinn. Út frá Fossvogsdalnum tengjumst við Elliðaárdalnum. Þá eru hjólreiðastígar alla leið upp í Vatnsenda. Það er varla hægt að finna jafn skemmtileg útivistarsvæði eins og Kópavogur býður upp á, en þú verður að þekkja Kópavog til að finna möguleikana sem við höfum til útivistar. Ég hef notið þess í gegn um tíðina að hjóla eftir þessum stígum og t.d. meðfram ströndinni alla leið út á Ægisíðu í Reykjavík.




Skoðun

Sjá meira


×