Bleiki skatturinn Guðmundur Edgarsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu grein um hinn svokallaða bleika skatt. Ein tegund slíks skatts er þegar sambærileg vara er seld á hærra verði til kvenna en karla. Nefnt var sem dæmi í greininni að flaska af tilteknu dömuilmvatni kostaði umtalsvert meira en sambærileg flaska af herrailmi.Hví eiga viðskipti sér stað? Áður en við reynum að skýra hvað gæti valdið þessum verðmun á dömuilmvatninu og herrailminum er rétt að árétta hvað hvetur fólk til viðskipta yfirhöfuð. Skýra má þann hvata í eftirfarandi reglu: Tveir einstaklingar, A og B, eiga þá og því aðeins viðskipti að báðir telja sig hagnast. Tökum dæmi af bílaviðskiptum. A kaupir bíl af B fyrir milljón krónur því fyrir A er bíllinn a.m.k. eilítið verðmætari en það. Ef hann teldi að bíllinn væri nákvæmlega milljón króna virði væri enginn tilgangur með viðskiptunum og enn síður ef hann mæti bílinn ódýrari. Á sama hátt sæi B sér engan hag í að selja bílinn sinn fyrir krónu minna en milljón enda lagði hann upp með að hafa ábata af viðskiptunum.Eftirspurnin meiri hjá konum? Rökræðunnar vegna skulum við gera ráð fyrir að dömuilmvatnið og herrailmurinn séu fullkomlega sambærilegar vörur hvað gæði og kostnað varðar. Hvað getur þá skýrt verðmuninn? Jú, reglan að ofan. Ekki er ólíklegt að konur meti nefnilega dömuilmvatnið meira virði fyrir sig en karlar herrailminn. Eftirspurn kvenna eftir ilmefni er því hugsanlega meiri en hjá körlum sem endurspeglast svo í hærra verði.Hvað er þá til ráða? Tvennt er til ráða til að lækka verð á dömuilmvatni. Annars vegar að konur slaki á löngun sinni í ilmvatnið og dragi þannig úr eftirspurn. Hitt er að auka viðskiptafrelsi. Þá þarf að draga rækilega úr opinberum álögum og reglugerðarvæðingu svo að auðveldra verði fyrir nýja aðila að koma inn á ilmvatnsmarkaðinn. Þá eykst samkeppni og verð lækkar. Femínistar gerðu því margt vitlausara en að berjast gegn fórnarlambsnálgun og miðstýringaráráttu félagshyggjufólks og horfa til markaðslausna og frelsis í stað síaukinna pólitískra afskipta með tilheyrandi boðum og bönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu grein um hinn svokallaða bleika skatt. Ein tegund slíks skatts er þegar sambærileg vara er seld á hærra verði til kvenna en karla. Nefnt var sem dæmi í greininni að flaska af tilteknu dömuilmvatni kostaði umtalsvert meira en sambærileg flaska af herrailmi.Hví eiga viðskipti sér stað? Áður en við reynum að skýra hvað gæti valdið þessum verðmun á dömuilmvatninu og herrailminum er rétt að árétta hvað hvetur fólk til viðskipta yfirhöfuð. Skýra má þann hvata í eftirfarandi reglu: Tveir einstaklingar, A og B, eiga þá og því aðeins viðskipti að báðir telja sig hagnast. Tökum dæmi af bílaviðskiptum. A kaupir bíl af B fyrir milljón krónur því fyrir A er bíllinn a.m.k. eilítið verðmætari en það. Ef hann teldi að bíllinn væri nákvæmlega milljón króna virði væri enginn tilgangur með viðskiptunum og enn síður ef hann mæti bílinn ódýrari. Á sama hátt sæi B sér engan hag í að selja bílinn sinn fyrir krónu minna en milljón enda lagði hann upp með að hafa ábata af viðskiptunum.Eftirspurnin meiri hjá konum? Rökræðunnar vegna skulum við gera ráð fyrir að dömuilmvatnið og herrailmurinn séu fullkomlega sambærilegar vörur hvað gæði og kostnað varðar. Hvað getur þá skýrt verðmuninn? Jú, reglan að ofan. Ekki er ólíklegt að konur meti nefnilega dömuilmvatnið meira virði fyrir sig en karlar herrailminn. Eftirspurn kvenna eftir ilmefni er því hugsanlega meiri en hjá körlum sem endurspeglast svo í hærra verði.Hvað er þá til ráða? Tvennt er til ráða til að lækka verð á dömuilmvatni. Annars vegar að konur slaki á löngun sinni í ilmvatnið og dragi þannig úr eftirspurn. Hitt er að auka viðskiptafrelsi. Þá þarf að draga rækilega úr opinberum álögum og reglugerðarvæðingu svo að auðveldra verði fyrir nýja aðila að koma inn á ilmvatnsmarkaðinn. Þá eykst samkeppni og verð lækkar. Femínistar gerðu því margt vitlausara en að berjast gegn fórnarlambsnálgun og miðstýringaráráttu félagshyggjufólks og horfa til markaðslausna og frelsis í stað síaukinna pólitískra afskipta með tilheyrandi boðum og bönnum.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar